Í leikskólanum Hólaborg er unnið að því að setja upp sögukassa út frá vinsælum barnabókum.

Hér á myndinni má sjá bókina Rauðhettu og úlfinn, ásamt púsli með sögupersónum, leikbrúðum, klemmum með sögupersónum og fleiri fylgihlutum. Hægt er að leika söguna á margvíslegan hátt og þannig upplifa börnin hana á marga vegu. Vinna sem þessi gefur möguleika á endurtekningu sem er svo mikilvæg til að læra fjölbreyttan orðaforða.

Í starfsáætlun Hólaborgar kemur fram að markmiðið með þessu verkefni sé: ,,Að auðga og auka fjölbreytni í samverustundum. Gera samveruna einnig sjónrænar og styðja þannig við málrækt og hjálpa þeim sem ekki skilja öll orðin sem sögð eru í samverustund.“