Í leikskólanum Holti er meðal annars unnið með tákn með tali.

Eins og sést hérna á myndinni, þá er búið að gera loðtöflusögu eftir einni Lúlla bók. Textinn er síðan settur upp með TMT myndum, þannig að kennarinn geti gert táknin um leið og sagan er sögð. Auðvitað eru börnin hvött til að gera táknin með kennaranum og segja orðin.

Þegar TMT er notað á þennan máta auðveldar það börnunum að ná lykilhugtökunum í sögunni.

Tákn með tali eru náttúruleg tákn sem flest byggja á bendingum, svipbrigðum og látbragði. TMT er alltaf notað með tali og eru þar af leiðandi til að styðja við málið. TMT var upphaflega þróað fyrir þá sem voru með málþroskaraskanir eða ýmiskonar fatlanir. Síðan hefur komið í ljós að TMT styður við málþróun barna og er skemmtileg viðbót. Jafnframt hefur gefið góð raun að nota TMT með börnum sem eru að læra fleiri en eitt tungumál samtíða.