Í leikskólanum Suðurborg má sjá þessa spurningu uppi á vegg: Viltu lesa fyrir mig?
Jafnframt er tiltekið hve mikilvægur lestur er fyrir börn, þar sem hann eflir og eykur orðaforða, örvar ímyndunaraflið, vekur forvitni, eykur lestraráhuga, er fræðandi og eykur einbeitinguna.
Þetta er góð ábending fyrir kennara og foreldra.