Foreldrar hafa væntingar, vonir og óskir varðandi barn sitt og framtíð þess. Líður barninu vel? Kann það góð samskipti? Á það góða vini? Gengur námið vel? Mun barnið hafa val í lífinu? Ein af undirstöðum velgengni er að ná tökum á máli og læsi.
Það að ná tökum á máli og læsi er samvinnuverkefni margra. Það eru foreldrar sem gegna veigamesta hlutverkinu en afar, ömmur, systkini, vinir, kennarar og fleiri skipta einnig miklu máli. Foreldrar eru fyrstu kennarar barnsins og hafa mestu áhrifin á líf þess og nám.
Foreldrar eru fyrirmyndir
- Skrafið saman og hafið gaman
- Kryfjið málin með samræðum
- Talið um það sem fjölskyldan er að gera
- Látið barnið sjá að þið njótið þess að lesa bækur og tímarit
- Látið barnið sjá ykkur nota matreiðslubækur, fræðibækur, brandarabækur o.fl.
- Skrifið niður minnismiða t.d. fyrir matarinnkaupin og hafið barnið með
Bæklingar um mál og læsi
Smelltu á táknin til að opna bæklingana á nýrri síðu.