Í leikskólanum Klettaborg er unnið með námsefnið Ótrúleg eru ævintýrin. Unnið er með ákveðna þjóðsögu á dýptina og ýmsu bætt inn í sem tengist henni.
Hérna á myndinni má sjá ýmsar setningar úr Gilitrutt sem unnið var nánar með, en jafnframt eru hérna málshættir sem hægt er að tengja sögunni.
Svona vinna eflir orðaforðann og kryddar málið til muna. Það er gaman að geta slegið um sig með málsháttum og orðatiltækjum.