
Helgisiðir Ramadan, helgimánaðar múslima
Ramadan er níundi mánuður íslamska tímatalsins og sá tími þegar Kóraninn, helgibók múslima, var opinberuð Múhammed, spámanni múslima (friður og bæn sé með honum). Íslamska dagatalið miðast við tunglár og samanstendur af 354 dögum.
Þess vegna hefst Ramadan 10 dögum fyrr á hverju vestrænu (gregorísku) ári en árið áður og með tímanum færist Ramadam í gegnum árstíðirnar.

Ramadan er tími bænar, umhugsunar um það sem skiptir máli í lífinu, sjálfið, einstaklingshegðun, sambönd og tengsl við aðra og heimspekilegar vangaveltur um tilgang þess að vera á jörðinni. Þetta er einnig sá tími sem múslimar læra meira um sjálfa sig, sjálfstjórn, tengsl sín við trúna and Allah (Subhanahu Wataala). Mest af tíma einstaklingsins á að vera tileinkaður Guði.
Múslimar reyna yfirleitt að ljúka fullum upplestri Kóransins meðan að á Ramadan stendur og þeir sem náð hafa kynþroskaaldri taka þátt í að fasta. Fastan felst í því að forðast að borða, drekka, reykja og stunda kynlíf frá sólarupprásar til sólarlags. Ramadan er sérstakur tími í huga flestra Múslima og tími til að muna eftir bágstöddum og þurfandi fólki með því að gefa, hjálpa, deila og sýna umhyggju.

Zakat (skattur)
Zakat hjálpar til við að tryggja stuðning við þurfandi og veitir jafna/réttláta dreifingu auðs milli einstaklingana. Orðið zakat þýðir bæði guðrækni og skírleiki, með áherslu á tengsl fjárhagslegrar ábyrðar við dyggð. Allir sem hafa efni á því að borga zakat þurfa að hjálpa fátæku fólki í Ramadan. Zakat er svipað og skattar hér á landi. Jafnvel þó að ríkt fólk og þeir sem eiga nóg þurfi alltaf að taka tillit til fátækra þá er Ramadan sérstakur tími til að minna á hina efnaminni og aðstoð við þá.
Ramadan er níundi mánuður íslamska tímatalsins, og markar upphaf Ramadan eða föstu mánuðinn sem byrjar 23.mars árið 2023 og stendur til 21.apríl.
Árið 2022 byrjaði Ramadan um miðjan apríl og stóð fram í miðjan maí. Múslimar byrjar að fasta frá kl.3:14 að morgni og byrja að borða kl.20:56. Það bætast 3-4 mín við á hverjum degi og síðasta daginn fyrir Ramadan hátíðina byrjar fólk að borða síðla kvölds kl.22:28.
Hér á Íslandi, og almennt í Evrópu, gera langir dagar það að verkum að múslimar fasta á mismunandi hátt. Sumir fasta samkvæmt nágrannalöndum þar sem dagurinn er styttri, aðrir vilja frekar fasta samkvæmt þeirra eigin upprunalandi, þriðji hópurinn eru þeir sem fasta samkvæmt Mekka í Saudi Arabíu, og loks eru sumir sem eru að fasta frá sólarupprás til sólarlags hér á Íslandi sem gæti þýtt allt að 18-19 klukkustunda föstu án þess að borða eða drekka.

Í Ramadan eru nemendur í skóla og foreldrar sinna störfum sínum. Það getur verið þreytandi og stundum erfitt fyrir nemendur að stunda nám á þessum tíma. Það er gott fyrir kennara og þá sem eru að vinna með börnum múslima að að vera meðvitaðir um að sum börn vilja fasta með foreldrum sinum. Þau geta orðið þreytt og átt erfitt með að einbeita sér að náminu. Unglingarnir vilja stundum fara í bænastund á föstudegi í kringum hádegi. Þau geta fengið smá rými til að slaka á þegar hin börnin eru að fara í mat, í íþróttir eða í sund. Ef kennarinn tekur eftir því að barnið er mjög þreytt er gott að láta foreldra vita og ræða málið saman. Gott er að vera með smá fræðslu fyrir krakkana í bekknum um föstuhátíðina og hefðir og venjur sem tengjast Ramadan.

Hér má finna prentvænt pdf skjal með efni færslunnar